KRAKKAFIT

Frábær alhliða undirbúningur fyrir hvaða íþrótt sem er. Krakkarnir fá að kynnast undirstöðuatriðum í olympískum lyftingum, fimleikum, kraftlyftingum ofl, bæta liðleika, snerpu,samhæfingu og jafnvægi.

Þjálfarar

Sigrún Helga Pálsdóttir og Védís Reyn Zar Jónsdóttir

 

KrakkaFit Haustnámskeið

Æfingarnar byrja þriðjudaginn 26.ágúst og síðasta æfing er 18.desember. 

Börn fædd 2019-2014

Alla þriðjudaga og fimmtudaga kl 15:30-16:20

Salurinn opnar 10 mín fyrr.

Ekki er hægt að fá námskeiðið endurgreitt að skráningu lokinni. 

Forráðamenn viðurkenna með greiðslu æfingagjalda að veita CrossFit Selfoss rétt til nýtingar á myndum eða myndböndum af iðkanda/barni sem gætu verið persónugreinanlegar. Sem dæmi, en ekki tæmandi talið, í yfirlitsmyndum eða myndböndum yfir sal, efni sem tekið er upp á æfingatímum á meðan æfingum stendur.

CrossFit Selfoss mun þó ávallt leita samþykkis iðkanda eða forráðamanna ef um er að ræða nærmyndir eða annað persónulegra/-greinanlegra auglýsingaefni.

 

Frístundastyrkur Sveitarfélagsins Árborgar endurnýjast um áramót og eingöngu er hægt að ráðstafa honum í gegnum Abler.

Ráðstafaður frístundastyrkur sveitarfélaga er ekki endurgreiddur.

Ekki má flytja frístundastyrk milli systkina né milli ára.

Einungis er hægt að ráðstafa frístundastyrk á viðeigandi námskeið meðan það er í gildi.

 

Skilmálar æfingagjalda

Ganga þarf frá skráningu og greiðslu æfingagjalda á https://www.abler.io/shop/umfs/ Æfingagjöld skulu greidd í upphafi tímabils. Hver greiðsluseðill kostar 390,- sem er þóknun Greiðslumiðlunar. Nema sett sé kort inn til greiðslu. 

Öll æfingagjöld sem ekki eru greidd á eindaga fara í innheimtu hjá Motus, þetta gerist sjálfkrafa í félagagjaldakerfinu.

 

Allar skráningar á námskeið eru endanlegar og ekki hægt að afskrá/afpanta á netinu.

Skrá þarf iðkendur í Abler þar sem forráðamenn geta ráðstafað frístundastyrk eða gengið frá greiðslu með öðrum hætti.

Greiðsluseðlar birtast í heimabanka á nafni Greiðslumiðlunar sem hefur umsjón með innheimtu æfingagjalda.